Fritz-10.jpg

YFIRSTANDANDI SÝNINGAR
CURRENT EXHIBITIONS

Týnd lykilorð

Lost Passwords 

06. APR 2019 - 28. APR 2019

Fritz Hendrik (f. 1993) er íslenskur myndlistamaður sem býr og starfar í Reykjavík. Hann fjallar í myndlist sinni m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á? Málverkið sem eftirmynd af veruleikanum er hugmynd sem hefur vitanlega fylgt málverkinu frá upphafi, en Fritz tekur hana í sína þjónustu og notar hana til að spyrja spurninga um eðli eftirmyndarinnar sem og eðli veruleikans. Við nálgumst veruleikann sífellt meira í gegnum framsetningar á honum, myndrænar og stafrænar framsetningar eru sífellt nálægar, og það er áhugavert að velta því fyrir sér í hvaða sambandi þær standa við það sem þær eru framsetningar á. 

Týnd lykilorð er fjórða einasýning Fritz Hendrik. Fritz hefur sýnt verk sín meðal annars í Kling og Bang, Hafnarborg, Gallery Port, Verksmiðjunni á Hjalteyri, Gallerí Úthverfu á Ísafirði, Kuldiga í Lettlandi og Moscow Biennale for young art í Rússlandi. 

Facebook event →

Fritz Hendrik is an Icelandic artist currently living in Reykjavík. Fritz Hendrik is interested in the act of both the conscious and unconscious staging in life, art and culture. Fritz also tackles the relationship between tradition, perception and knowledge in his works. What do we know, how do we know it and what are we looking at? Painting as a reproduction of reality is an idea which has accompanied painting from the very beginning and Fritz exploits this idea to ask questions about the nature of reproduction and reality.  We approach reality ever more frequently through its representations  (visual and digital representations are always close at hand) and it is interesting to ponder what their relationship to reality is.

Lost Passwords is Fritz's fourth solo exhibition. Fritz has exhibited his work in Kling & Bang, Hafnarborg, Gallery Port, The Factory in Hjalteyri, Gallerí Outvert in Ísafjörður, Kuldiga in Latvia and the Moscow Biennale for young art in Russia.

Facebook event → 

 

vinnustofa
artist studio

Loji Höskuldsson

Loji Höskuldsson (f. 1987) er íslenskur listamaður. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2010. Í myndlist sinni kannar hann hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað og unnið með móður sinni. Í útsaumi Loja er viðfangsefnið fengið úr hversdagsleikanum, plöntur, ávextir og hlutir sem finnast á heimilum.

Um þessar mundir hefur Loji fært vinnustofu sína tímabundið í Gryfjuna í Ásmundarsal þar sem hann vinnur að verkum sem eru saumuð í kaffisekki frá Reykjavík Roasters sem að lokum verða sýnd á kaffihúsinu í Ásmundarsal. Hægt er að fylgjast með framvindunni þegar salurinn er opinn; virka daga 8 – 5, föstudaga til 8 og um helgar 9-5.

Loji Höskuldsson, 1987, Reykjavík, Iceland. Graduated from the Iceland Academy of the Arts in 2010. His visual art primarily explores new and traditional ways of embroidery, a technique he inherited from his mother who is a professional seamstress and embroidery expert. In his embroidery, Loji most often depicts a sort of still life with focus on everyday objects, plants and fruits. The subtle poetic situations in our domestic lives are elevated in his works.

 
 

STAÐSETNING
LOCATION

SAMSKIPTAMIÐLAR
SOCIAL MEDIA

FÁÐU Fréttir úr Ásmundarsal
Newsletter

Nafn / Name *
Nafn / Name