sýning
/ exhibtion

SÝNINGARTÍMABIL
01.05–31.08.25

VÆNGUR
DREKAFLUGU

GRÉTA GUÐMUNDsdÓTTIR

Vængur drekaflugu er sýning þar sem málverk af fiðrildum og öðru lífríki skóglendis mætir vasaljósi manneskjunnar í hljóðri skriðu atvika. Í gegnum væng flögrandi drekaflugu má sjá otur sem bíður eftir niðurstöðu augnabliksins eða framhaldi bláu birtunnar sem lýsir upp nóttina. Sýningin stendur frá 1. maí - 31. ágúst en fyrirspurnir um verk berast á skrifstofu Ásmundarsalar.

Gréta Guðmundsdóttir (1994) útskrifaðist af MFA braut í Listaháskólanum í Malmö árið 2023. Hún hefur síðan þá tekið þátt í Edstrandska sýningu skólans 2023, sýnt í gallerí Úthverfu á Ísafirði og hlotið Ellen Trotzig styrkinn í Malmö fyrir unga málara. Í listsköpun sinni hefur Gréta lagt áherslu á málverk og útsaum. Verkin hennar standa nálægt því að vera frásagnir og lýsing á ákveðinni berskjöldun og andrúmslofti. 


[ENGLISH]

EXHIBITION PERIOD
01.05–31.08.25

WING OF A
DRAGONFLY

GRÉTA GUÐMUNdsDÓTTIR

An otter looking through the moving wing of a dragonfly waiting for a flashlight to turn off and a butterfly finding a stable rock to occupy in a purple current of water are some of the moments created in these works surrounding an adventure of sorts, a walk in the forest. The exhibition period is from May 1 - August 31.

Gréta Guðmundsdóttir (1994) graduated from the MFA program at Malmö Konsthögskolan in 2023 and has since partaken in the Edstrandska Stipend Exhibition in 2023 as well as been one of the recipients of the Ellen Trotzig grant for young painters in Malmö. In Gréta´s works which fluctuate between abstraction and figuration, she uses repetition of steps and motifs as a tool to convey a story and question a position with vulnerability.

Ljósmynd / Photo: Matthías Rúnar Sigurðsson