SÝNING
/ EXHIBITION
Gryfja
23.10.–16.11.25
LOFTSKEYTI TIL ÍSLANDS
ÁRNI JÓNSSON
OPNUN
/ Opening:
Fimmtudaginn, 23.10.25
Kl. 17–19
Loftskeyti til Íslands er einkasýning Árna Jónssonar sem opnar í Gryfjunni Ásmundarsal, fimmtudaginn 23. október kl. 17-19.
Sýningin er afrakstur árslangs verkefnis þar sem Árni hefur unnið eitt verk á viku og sent frá Belgíu, þar sem hann er starfandi, til Íslands. Verkin hafa verið til sýnis á setustofunni í Ásmundarsal en standa nú saman sem ein heild sem árslöng dagbók. Hvert verk er vikunúmerað og unnið innan stærðar takmarkana, umslags, en að stærðinni slepptri er hvert verk sjálfstætt og sýnir hugmyndavinnu líðandi stundar, þar sem tilraunagleði fékk að njóta sín.
Eitt verk á viku
– í heilt ár!
„Verkin eru ekki byggð á fyrirfram ákveðnu viðfangsefni, þetta er meira eins og dagbók unnin samhliða öðrum verkefnum. Stundum varð til mjög heildstæð mynd og eitthvað sem ég fíla, en einnig urðu þau líka eins og púsluspil úr afgöngum, smá rugl. Þetta sveiflaðist og breyttist, en það er líka hluti af verkefninu sjálfu og formið ýtti undir það. Í gegnum árið myndast þannig frásögn – ekki aðeins í verkunum sjálfum heldur einnig í ferlinu, þar sem ólíkar hugmyndir, draumar, þrár, óvissa, mistök, og margar tilraunir koma fram.“
– Árni Jónsson
Árni Jónsson (f. 1989) vinnur myndlist sína aðallega í stafræna miðla, trésmíði og innsetningar. List hans einkennist af einfaldri, gamansamri og hnitmiðaðri nálgun, um leið og hann tjáir persónulegar hugsanir og fangar liðna og/eða ímyndaða atburði. Árni er með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands (2016) og meistaragráðu frá Royal Academy of Fine Arts í Antwerpen (2023).
[ENGLISH]
TELEGRAM TO ICELAND
ÁRNI JÓNSSON
Telegram to Iceland is a solo exhibition by Árni Jónsson, opening in Gryfjunni at Ásmundarsalur on Thursday, October 23, from 17:00 to 19:00.
The exhibition is the culmination of a year-long project in which Árni created one artwork per week and sent it from Belgium, where he is based, to Iceland. The works have been on display one by one in the Ásmundarsalur café throughout the year but now come together as a unified whole — a year-long visual diary. Each piece is numbered by week and created within the size constraint of an envelope. Beyond that limitation, every work stands on its own, reflecting the artist’s thought process, emotional state, and passing moments, where new ideas and creative experimentation were given free rein.
One piece a week
– for a year!
“The works are not based on a predetermined theme; it’s more like a diary created alongside other projects. At times, a very coherent work emerged — something I really liked — but at other times they became more like puzzles made from scraps, a bit of a mess. It shifted and changed, but that’s also part of the project itself, where the format encouraged it. Over the course of the year, a narrative began to take shape — not only within the works themselves but also in the process, where different ideas, dreams, desires, uncertainty, mistakes, and numerous experiments came to light.”
— Árni Jónsson
Árni Jónsson (b. 1989) is a multidisciplinary artist working mainly with digital media, installations, and woodworking. His art is characterized by a straightforward and humorous approach while expressing personal thoughts and capturing past and/or imagined events. Árni holds a bachelor's degree from The Iceland University of the Arts (2016) and a master's degree from the Royal Academy in Antwerp (2023).