Sýning
/ Exhibition
GRYFJAN
12.10.–20.10.25
SEQUENCES XII: PÁSA
ENDURÓMUR
OPNUN
/ OPENING:
SunNUDAGINN, 12.10.25
KL. 16-18
Pallborðsumræður
/ Panel Discussion:
MÁNUDAGINN, 13.10.25
KL. 18-19
Endurómur í Gryfjunni í Ásmundarsal
Endurómur er prógram sem sýnir sjö vídeóverk sem fjalla um hæglæti, endurminningar og endurkomu. Prógrammið er í lúppu án upphafs og endis þar sem okkur er boðið að stíga inn í fíngert landslag hreyfimynda sem hafna línulegri framvindu og fagna þess í stað mjúkum þrálátum takti endurómunar.
Sjö vídeóverk eftir:
Hrund Atladóttir
Frederique Pisuisse
Klāvs Liepiņš
Tabita Rezaire
Anna Hallin and Olga Bergmann
Thomas Pausz
Sasha Huber
Santiago Mostyn
Rhoda Ting and Mikkel Bojesen
Frederique Pisuisse (f. 1986, Hollandi) býr og starfar í Amsterdam. Hún nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam, Goldsmiths-háskólann í London og sálfræði við Háskólann í Groningen.
I’m Just Lying There og Tripsitter eru tilraunakenndar stuttmyndir sem kanna flækjur minninga, áfalla og skynjunar í gegnum persónulegar og líkamlegar frásagnir. I’m Just Lying There er blanda af skáldskap og endurminningum um samband ungrar stúlku og eldri manns, þar sem ljóð, popplög og súrrealískar myndir – til dæmis afrísk sniglafjölskylda sem skríður yfir líkama – eru notuð til að rannsaka löngun og hættu. Myndin leikur sér með togstreitu milli varnarleysis og fjarlægðar, og speglar kvenlega sjálfsmynd, sjálfræði og pólitík þess áhorfanda og viðfangs. Tripsitter fylgir afleiðingum áfallaríkrar DMT-reisu, þar sem ljóðrænn texti er fléttaður við stafrænt landslag til að kanna upplausn sjálfsins, ayahuasca-helgisiði og bataferli frá firringar- og óraunveruleikaröskun.
Hrund Atladóttir vinnur með vídeólist, hljóð og tímatengda miðla. Innsetningar hennar sameina gjarnan vísindalegar athuganir og persónulega frásögn, og bjóða áhorfendum inn í rými þar sem goðsögn og umhverfisvá mætast.
Cloudland / Bólstraborg reikar um kyrrð íslenskrar sumarnætur, þar sem tvær verur dvelja í grasinu, áhyggjulausar og óbundnar. Umhverfis þær hljóma mjúk köll fuglanna á meðan þokan rís hægt upp frá ánni, og verkið fangar andartak kæruleysis og róar — rými þar sem ekkert þarf að gerast. Ljós teygir sig í gegnum nóttina og heldur á lofti ástandi á milli nærveru og fjarveru, leiða og kyrrðar. Í þessari kyrrlátu stemningu slaknar taki tímans, og sún einfalda gjörð að vera í náttúrunni umbreytist í hvíld og minningu, sem samtímis er hverful og eilíf.
Berghall, samstarfsverkefni íslensku listakonunnar Olgu Bergmann og sænsku listakonunnar Önnu Hallin sem er búsettar eru í Reykjavík, skapar þverfagleg verk sem sameina skúlptúr, innsetningar, vídeó og teikningu með hugmyndafræði tilraunavísinda og ímyndaðrar fornleifafræði.
Samdreymi (Social Dreaming) opnast í gegnum röð draumkenndra sena þar sem kvikmyndaupptökum, ljósmyndum og hreyfimyndum er blandað saman í fljótandi ferðalag þar sem ein sýn leysist upp í þá næstu. Textabrot birtast á skjánum eins og skilaboð úr undirmeðvitundinni sem leiða áhorfandann í gegnum stöðugar breytingar – á milli hins mannlega og dýrslega, einstaklings og fjölda, staðar og staðleysu – í draumaheimi sem byggir á samlífi ólíkra lífvera. Verkið endurómar vangaveltur Ursula K. Le Guin um félagslegt draumferli: að draumar geti frelsað okkur frá hömlum sjálfsins, látið okkur finna ótta og þrár annarra og jafnvel afhjúpað það sem við vissum ekki að við vissum.
Tabita Rezaire (f. 1989, París, Frakkland) er frönsk-gvænesk-dönsk listakona, heilari og fræðimaður í tækni- og stjórnmálum. Verk hennar tengja stafræna tækni, andlega iðkun og arfbundna þekkingu. Hún skapar umlykjandi vídeóverk, gjörninga og innsetningar sem fjalla um nýlenduarf, netfemínisma og lækningapólitík.
Í Deep Down Tidal skoðar Rezaire hafið bæði sem myndlíkingu og innviði – þar sem leyndar sögur nýlendustefnu, fólksflutninga og samskipta eru falin í undirdjúpunum í gagnastrengjum hafsins. Hún fellir saman hið náttúrulega og stafræna, hið heilaga og hversdagslega, hið liðna og hið ókomna. Verk Rezaire hafnar nýlendubundnu sundrungamynstri með því að tengja áhorfandann aftur við óvestrænar þekkingarleiðir, endurreisir slitnar ættarsögur og leggur til nýjar tímaskynjanir sem byggja á tengslum, helgisiðum og kosmískri jafnvægisleit.
Klāvs Liepiņš (f. Lettland) er kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður sem vinnur á mörkum kvikmyndar, gjörninga og innsetningar. Verk hans dvelja gjarnan í jaðarrýminu – þar sem þögn, látbragð og andrúmsloft vega jafnt og frásagnir.
Godspeed (2025) er stuttmynd tekin á Íslandi og í Lettlandi, með leikurum Sandis Liass og Klāvs Liepiņš. Myndin inniheldur frumsamda tónlist eftir Julius Pollux og Renāte Feizaka sá um kvikmyndatöku. Sögusviðið er hrörlegt landslag eftir tíma Sovétríkjanna. Myndin fylgir tveimur mönnum í rólegri, hægfara viðureign við minningar og kveðjustundina. Í stað þess að byggja upp dramatík eða lokun, dvelur Godspeed í kyrrðinni – í hléum, augnaráðum og látbragði sem marka hið ósagða. Verkið er hugleiðing um ást, endalok og helgi þess að sleppa tökum. Mannleg tengsl, viðkvæm í eðli sínu, eru sýnd af mýkt með tímann og hrörnunina í bakgrunni.
Thomas Pausz (f. 1978, Frakkland) er myndlistarmaður og hönnuður sem býr í Reykjavík. Thomas gerir skúlptúra og hugmyndafræðileg verk sem kanna siðfræði póst húmanismans, vistfræðilegar spurningar, frásagnir af umhverfinu og möguleika á samlífi tegunda. Innsetningar Pausz kalla gjarnan fram blandaðra heima sem eru á mörkum náttúrlegra kerfa og mannlegrar íhlutunar. Vistfræðileg miðlun hans skapar „núningsfleti" milli lífvera og tækni og rannsakar draugalega skörun líffræði, tölvunar og vistfræðilegrar siðfræði.
Sasha Huber (f. 1975, Zürich, Sviss) er svissnesk-haitísk-finnsk listakona sem vinnur með nýlenduarfinn, sögulegt ofbeldi og pólitíska minnisvarða. Hún endurheimtir frásagnir sem hafa verið þaggaðar niður og skoðar hvernig nýlenduherra hefur verið minnst og þeir heiðraðir. Langtímarannsókn hennar á sögu aðgerða og viðgerðartengdu minni er miðlæg í listsköpun hennar. Með gjörningum og íhlutandi aðferðum – eins og táknrænum „endurnefningum“ eða „endurheimtum“ landslags – ögrar hún ríkjandi söguskráningu og undirstrikar mikilvægi réttarbóta og endurreisnar.
Santiago Mostyn (f. 1981, San Francisco, Bandaríkin) er trínidadísk-amerískur listamaður með aðsetur í Svíþjóð. Hann vinnur þvert á miðla – kvikmyndir, innsetningar og ljósmyndun – þar sem hann rannsakar nýlenduarfleifð, minningar dreifðra samfélaga og pólitík framsetningar. Oft fléttar hann saman efni úr skjalasöfnum og ljóðrænum persónulegum frásögnum. Verk hans kanna hvernig líkamar svartra og jaðarsettra hópa hreyfast í gegnum opinbert rými, sögu og tíma. Hann vinnur með brotakenndar frásagnir sem spegla klofna reynslu svartra í vestrænum samfélögum. Með því að sameina skjalafilmur, persónuleg gögn og hægt flæði myndefnis vekur Mostyn tilfinningu fyrir arfgengri áfallasögu og togstreituna á milli þess að tilheyra og vera útilokaður.
Rhoda Ting (f. 1985, Ástralía) og Mikkel Bojesen (f. 1988, Danmörk) eru listamannatvíeyki með aðsetur í Kaupmannahöfn sem starfa á mörkum lista og vísinda. Þau beina athyglinni að virkni ómannlegra fyrirbæra og mögulegum framtíðarsviðsmyndum, og nýta lifandi lífverur og rannsóknarefni í skúlptúr- og gjörninga innsetningar. Með þverfaglegu samstarfi ögra þau mannmiðaðri frásögn og leggja til nýjar leiðir til samlífis. Í samstarfi við vísindamenn vinna þau með bakteríur, gró og aðrar lífverur til að gera ósýnileg ferli jarðar sýnileg. Með því að rækta lifandi kerfi í skúlptúrlegu samhengi beina þau sjónum að samvinnu milli tegunda og tímaskölum sem eru langt handan mannlegrar skynjunar.
[ENGLISH]
Soft Loop at Gryfjan in Ásmundarsalur
"Soft Loop" gathers seven videoworks that dwell in slowness, return, and the ways moving image can hold viewers in suspended attention. The program becomes a space where beginnings and endings dissolve, inviting immersion in subtle shifts and recurring gestures, an unfolding temporal landscape that resists linearity, instead embracing the soft persistence of the loop.
Seven video works by Artists:
Hrund Atladóttir
Frederique Pisuisse
Klāvs Liepiņš
Tabita Rezaire
Anna Hallin & Olga Bergmann
Thomas Pausz
Sasha Huber
Santiago Mostyn
Rhoda Ting and Mikkel Bojesen
Hrund Atladóttir works with layered imagery, sound, and time-based media. Her installations often merge scientific observation with personal narrative, inviting viewers into spaces where myth and environmental urgency meet. Cloudland / Bólstraborg drifts through the quiet of an Icelandic summer night, where two figures linger in the grass, unhurried and unburdened. Surrounded by the soft call of birds and the slow movement of fog rising from the river, the work captures a mood of carelessness and calm, a space where nothing needs to happen. Light stretches through the night, holding a suspended state between presence and absence, boredom and serenity. In this atmosphere of stillness, time loosens its grip, and the simple act of being in nature becomes both a pause and a memory, at once fleeting and infinite.
Frederique Pisuisse (b.1986,the Netherlands) lives and works in Amsterdam. She studied at the Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam, Goldsmiths University of London, and Psychology at the University of Groningen. I’m Just Lying There and Tripsitter are two experimental short films that explore the entanglements of memory, trauma, and perception through personal, embodied narratives. I’m Just Lying There is a ficto-memoir about a teenage girl’s relationship with an older man, using poems, pop songs, and surreal imagery to examine desire, danger, and the internalization of the male gaze. Blurring vulnerability with detachment, the film reflects on female subjectivity, autonomy, and the politics of viewing. Tripsitter follows the aftermath of a traumatic DMT trip, weaving a poetic narration with digital landscapes to navigate dissociation, ayahuasca ceremonies, and recovery from depersonalization disorder. Both works critically interrogate power, trauma, and the body, situating intimate experiences within broader cultural, political, and therapeutic frameworks.
Tabita Rezaire (b.1989, Paris, France) is a French-Guyanese-Danish artist, healer, and tech-politics researcher whose work bridges digital technology, spirituality, and ancestral knowledge. She creates immersive videos, performances, and installations that address colonial histories, cyberfeminism, and the politics of healing. In Deep Down Tidal and Premium Connect, Rezaire explores the ocean as both metaphor and infrastructure revealing the submerged histories of colonization, migration, and communication encoded in underwater data cables. Her work resists colonial fragmentation by reconnecting viewers to non-Western ways of knowing, restoring ruptured genealogies and proposing temporalities grounded in connection, ritual, and cosmic balance.
Klavs Liepens (b. Latvia) is a filmmaker and visual artist whose practice moves between cinema, performance, and installation. His work often lingers in the in-between where silence, gesture, and atmosphere carry as much weight as narrative. Godspeed (2025) is a short film shot between Iceland and Latvia, starring Sandis Liass and Klāvs Liepiņš, with an original score by Julius Pollux and cinematography by Renāte Feizaka. Set against a decaying post-Soviet landscape, the film follows two men in a quiet, unhurried confrontation with memory and farewell. Rather than building toward drama or resolution, Godspeed dwells in stillness, the pauses, glances, and gestures that mark the unspoken. It is a meditation on love, closure, and the sacredness of letting go, where the fragility of human connection is held with tenderness against the backdrop of time and decay.
Berghall, the collaborative duo of Icelandic artist Olga Bergmann and Swedish-born, Reykjavík-based Anna Hallin, create interdisciplinary works that blend sculpture, installation, video, and drawing with speculative science and fictional archaeology. Samdreymi (Social Dreaming) unfolds through a sequence of dreamlike scenes that merge video footage, photography, and animation into a fluid journey where one vision dissolves into the next. Fragments of text appear on screen like messages from the subconscious, guiding the viewer through shifting thresholds between human and animal, individual and collective, place and placelessness. The work imagines a dream-world sustained by the symbiosis of different life forms, echoing Ursula K. Le Guin’s reflections on social dreaming: that dreams can free us from the confines of the self, reveal what we fear or wish to believe, and at times disclose what we did not yet know.
Thomas Pausz (b.1978, France) is a visual artist and speculative designer based in Reykjavík. He creates sculptural and conceptual works that explore post-human ethics, ecological inquiry, environmental storytelling, and the possibility of multispecies coexistence. Pausz’s installations often evoke hybrid worlds that exist between natural systems and human intervention. His ecological media practice creates “frictions” between life forms and technologies, probing the haunted intersections between biology, computation, and environmental ethics
Sasha Huber (b. 1975, Zürich, Switzerland) is a Swiss-Haitian-Finnish artist whose work addresses colonial legacies, historical violence, and the politics of memorialization. She reclaims silenced narratives and interrogates the naming and commemoration of colonial figures. Her long-term research into activist history and reparative memory is central to her artistic approach. Through performative and interventionist strategies, such as symbolic “re-naming” or “reclaiming” landscapes, Huber challenges dominant historical narratives and asserts the urgency of redress and repair.
Santiago Mostyn (b. 1981, San Francisco, United States) is a Trinidadian-American artist based in Sweden, working across film, installation, and photography. His practice explores postcolonial identity, diasporic memory, and the politics of representation, often weaving together archival material with poetic personal narratives. Mostyn’s work examines how Black and marginalized bodies move through public space, history, and time. His practice often involves fragmented, nonlinear storytelling that mirrors the disjointed experience of Black life in Western societies. By combining archival footage, personal documentation, and slow, meditative pacing, Mostyn evokes the weight of inherited trauma and the friction between belonging and displacement.
Rhoda Ting (b. 1985, Australia) and Mikkel Bojesen (b. 1988, Denmark) are an artist duo based in Copenhagen, working at the intersection of art and science. Their practice centers on non-human agency, microbial systems, and speculative futures, often incorporating living organisms and laboratory materials into sculptural and performative installations. Their practice incorporates scientific collaboration, working with bacteria, spores, and other life forms to make visible the unseen processes of the Earth. By cultivating living systems in sculptural contexts, their work draws attention to interspecies collaboration and temporal cycles far beyond human perception.