SÝNING
/ EXHIBITION
Salur
17.01.–22.02.26
Blind Date
Kristín Karólína Helgadóttir
Sigurður Guðmundsson
OPNUN
/ Opening:
Laugardaginn, 17.01.26
KL. 15 – 17
Kristín Karólína Helgadóttir (f. 1988) lauk BA námi í heimspeki árið 2015 frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í myndlist frá KASK í Belgíu árið 2021. Kristín Karólína notar ýmsa miðla í vinnu sinni til þess að kasta ljósi á þá innri togstreitu og dulinn tvískinnung á milli vestrænna lífshátta og náttúrunnar sem maðurinn byggir. Hún skapar draumkenndar myndhverfingar sem fléttast saman við leik með hið hversdagslega og mynda óvæntar tengingar eða jafnvel opinberanir. Í verkum hennar má skynja möguleika á að fortíðin sé samofin nútíðinni og að hlutirnir í kringum okkur búi ætíð yfir mörgum lögum hið innra. Árið 2024 átti hún verk á sýningu Listasafns Reykjavíkur D-vítamín, opnaði sýninguna Ómælislaug í Kling & bang tók þátt í samsýningunni Hinn mildi vefur kynslóða.
Sigurður Guðmundsson (f. 1942) er einn kunnasti listamaður Íslendinga. Hann kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratug síðustu aldar sem einn af stofnendum SÚM og hefur síðan þá starfað að list sinni víða um heim. Verk Sigurðar eru margslungin og marglaga og eiga gjarnan til að umbreyta hinu fáranlega og jafnvel kómíska í angurvær augnblik. Á ferli sínum hefur hann unnið í flestum miðlum, þar á meðal ljósmyndun, texta, skúlptúr, málverki og gjörningum. Sigurður nam við Academie 63 í Haarlem í Hollandi og flutti síðar til Amsterdam, þar sem hann kom íslenskri samtímalist inn í listasenu borgarinnar. Sigurður býr og starfar á milli Xiamen, Amsterdam og Reykjavíkur. Meðal nýlegra sýninga hans eru sýningar í Listasafni Árnesinga, Hveragerði (2022); Bræðslunni, Djúpavogi (2021); Listasafni Reykjavíkur (2019); Chinese European Art Center, Xiamen, Kína (2019); Nýlistasafninu, Reykjavík (2018); Listasafni Íslands (2016); Listasafni Reykjavíkur (2014); Galerie Van Gelder, Amsterdam (2013) og Moderna Museet, Malmö (2011).