sýning
/ exhibition

OPNUN 3. MAÍ 15:00

LITAREK

SIGURÐUR ÁRNI
Sigurðsson

Laugardaginn 3. mai kl. 15 opnar einkasýning Sigurðar Árna Sigurðssonar, Litarek, í Ásmundarsal. 

Sigurður Árni hefur í fjölda ára einbeitt sér að rýmisskynjun í myndlist sinni og skoðað hvernig uppbrot á hinni vanabundnu skynjun getur haft verkun langt út fyrir myndflötinn. Á einkasýningu sinni í Ásmundarsal heldur hann rannsókn sinni áfram og sýnir stórskala málverk og speglaverk.

Allt er: Skugginn í glerinu
sem þú hefur splundrað frá morgni til kvölds
og dreifir héðan í frá í þúsundatali í speglunum 
sem þú gengur hjá.
Og allt er hluti af þessari margbrotnu, 
kristölluðu minningu: Alheimnum.

Höf, Jorge Luis Borges.

Sigurður Árni Sigurðsson hefur starfað jöfnum höndum í Reykjavík og í Frakklandi frá því að hann lauk námi frá Institut des Hautes Études en Art Plastiques í París árið 1991. Hann hefur haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Verk eftir Sigurð Árna er að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum víða í Evrópu og má þar nefna að nýlega eignaðist nútímalistasafnið Centre Pompidou í Paris verk eftir listamanninn. Sigurður Árni var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á Ítalíu árið 1999 og þegar Reykjavík var menningarborg Evrópu árið 2000 var verk eftir hann valið sem táknmynd menningarársins. Árið 2020 var stór yfirlitssýning sett upp í Listasafni Reykjavíkur þar sem farið var yfir feril listamannsinns frá upphafi til dagsins í dag. Af stærri opinberum verkum eftir listamanninn má nefna útilistaverkið „Sólalda“ við Sultartangavirkjun, verkið „Samhengi” í Landsbanka Íslands í Reykjavík, glerverkið „Ljós í skugga” í dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og Vegglistaverkið "Sól úr norðri" í Urriðaholti í Garðabæ auk þess sem útilistaverkið „L´Eloge de la Nature“ er staðsett í bænum Loupian í Suður-Frakklandi.


[ENGLISH]

OPENS MAY 3, 3PM

SIGURÐUR ÁRNI
Sigurðsson

On Saturday, May 3rd at 3 PM, the solo exhibition of Sigurður Árni Sigurðsson, 'Litarek,' will open at Ásmundarsalur.

For many years, Sigurður Árni Sigurðsson has focused on spatial perception in his artwork and explored how disruptions to habitual perception can have effects far beyond the picture plane. In his solo exhibition at Ásmundarsalur, he continues his research and showcases large-scale paintings and mirror works.

Sigurður Árni Sigurðsson has been active both in Reykjavík and in France since he graduated from the Institut des Hautes Études en Art Plastiques in Paris in 1991. He has held dozens of solo exhibitions and participated in numerous group exhibitions. Works by Sigurður Árnason can be found in all major art museums in Iceland as well as in public and private collections across Europe. Notably, the Centre Pompidou in Paris recently acquired a work by the artist. Sigurður Árnason represented Iceland at the Venice Biennale in Italy in 1999, and when Reykjavík was European Capital of Culture in 2000, one of his works was chosen as the emblem of that cultural year. In 2020, a major retrospective exhibition was held at the Reykjavik Art Museum, showcasing the artist’s career from its beginning to the present day. Among the larger public works by the artist are the outdoor installation 'Sólalda' at the Sultartangi power station, the piece 'Samhengi' at Landsbanki Íslands in Reykjavík, the glass work 'Ljós í skugga' at the Hlíð nursing home in Akureyri, and the wall work 'Sól úr norðri' in Urriðaholt, Garðabær, along with the outdoor installation 'L'Éloge de la Nature' located in the town of Loupian in southern France.