Asmundarsalur-38.jpg

UM
ÁSMUNDARSAL

Ásmundarsalur var byggður árið 1933 af einum af okkar ástsælustu myndhöggvurum, Ásmundi Sveinssyni sem vinnustofa og heimili hans og fyrri konu sinnar, Gunnfríðar Jónsdóttur. Í áranna rás hefur húsið þjónað sem vinnustofur listamanna, sýningarrými og listaskóli svo dæmi séu tekin.
Ásmundarsalur hefur ennfremur spilað stórt hlutverk í lista- og menningarsögu Íslands sem þungamiðja fyrir nýja strauma og stefnur.

Ásmundarsalur hefur verið endurgerður að öllu leyti og hvarvetna leitast við að upprunalegt útlit og funkis arkitektúr hússins njóti sín.

Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi sýningarsalur í miðbæ Reykjavíkur sem sinnir listinni í öllum sínum fjölbreytileika með áherslu á samspil ólíkra listforma.

ABOUT

Ásmundarsalur was built in 1933 as an artist studio by one of Iceland’s premier and most loved sculptors Ásmundur Sveinsson.

Throughout the years it has served as an artist studio and residence, exhibition space and art school. It has also been the birth place of some of the most important early avant-garde activities in Iceland. Ásmundarsalur has recently reopened after two years of extensive renovations. The main focus was on bringing forward the original funkis architecture of the building.

Ásmundarsalur is a privately run, nonprofit art organisation that is dedicated to all forms of art and design. This includes the performing arts with an emphasis on highlighting their diversity and interplay between the various art forms.

FAGRÁÐ ÁSMUNDARSALAR

Fagráð Ásmundarsalar skipa María Kristín Jónsdóttir hönnuður, Daníel Björnsson myndlistarmaður, Ásmundur Hrafn Sturluson arkitekt og Aðalheiður Magnúsdóttir hönnuður og eigandi Ásmundarsalar.

ÁSMUNDARSALUR’S ARTISTIC COUNCIL

Ásmundarsalur’s artistic council consists of María Kristín Jónsdóttir designer, Daníel Björnsson artist, Ásmundur Hrafn Sturluson architect and Aðalheiður Magnúsdóttir designer and the owner of Ásmundarsalur.



KAFFIHÚSIÐ OKKAR

Listsköpun og kaffidrykkja hefur lengi haldist í hendur og þykir okkur því kjörið að brugga kaffi fyrir alla þá listunnendur sem sækja Ásmundarsal heim við Freyjugötu 41. Kaffihúsið okkar er staðsett í setustofunni á fyrstu hæð, þar sem hægt er að fletta í gegnum listaverkabækur og rit frá öllum tímum listasögunnar og njóta góðs kaffis um leið. Við erum full eftirvæntingar að taka á móti gestum og um leið stolt að fá að fylla þetta sögufræga hús af heimilislegum kaffiilm. 

OPNUNARTÍMAR

Virkir dagar: 08:30 - 17:00
Laugardagar: 09:00 - 17:00
Sunnudagar: 09:00 - 17:00

OUR CAFÉ

Reykjavík Roasters are opening their third café in Ásmundarsalur. Creative arts and coffee consumption have for a long time gone hand in hand, and for that reason we think it´s fitting to brew coffee for all art lovers arriving in Ásmundarsalur on Freyjugata 41. The café is located in the seating lounge on the first floor, where it is possible to browse through art books and magazines about art spanning over many decades, while enjoying our quality coffee. We look forward to welcoming you and are proud to let our sweet coffee aroma fill this historical house.

OPENING HOURS

Weekdays: 08:30 - 17:00
Saturdays: 09:00 - 17:00
Sundays: 09:00 - 17:00

 


FRÍR AÐGANGUR FYRIR ÖLL - ALLA DAGA

Ásmundarsalur bíður frían aðgang að öllum opnunum, sýningum, viðburðum og vinnustofum, ef þú vilt að við sendum þér fréttir um komandi viðburði, opnanir og sýningarhald ekki hika við að skrá þig á póstlista hjá okkur hér.

FREE ENTRY FOR ALL - EVERY DAY

Ásmundarsalur offers free entry for all our events, exhibitions and art programs, if you would like to be notified about our upcoming events please subscribe to our newsletter.