Videostill-9 - Sigga Bjorg.jpg

SIGGA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
MIKAEL LIND

UMHVERFA
14.01 — 19.02.2023

Verkið Umhverfa er vídeó- og hljóðinnsetning eftir Siggu Björgu Sigurðardóttur og Mikael Lind þar sem síbreytilegur og þyngdarlaus hljóðheimur umlykur ágengan myndheim. Lögmál hefðbundinnar framvindu verka víkja og hvikul verkin fá að kallast á og hverfast um hvort annað. Í rýminu birtast myndir sem ferðast á milli raunveruleika og abstraksjónar og með síbreytilegu hljóðverkinu skapast rými án upphafs eða endis.

Samhliða innsetningunni sýnir Sigga Björg nýjar teikningar á pappír og viðarplötur. Verkin eru unnin samhliða vídeóverkinu og tilheyra sama myndheimi þar sem myndefnið fetar einstigið milli raunsæis og abstraksjónar, veruleika og fáránleika, frásagnar og hreinnar fagurfræðilegrar upplifunar.

Sigga Björg Sigurðardóttir (f. 1977) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Myndlistadeild LHÍ árið 2001 og lauk meistaragráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2004. Síðan þá hefur hún sýnt í söfnum og galleríum víða um heim. Af einkasýningum má nefna Kling og Bang gallerí (Reykjavík), Teckningsmuseet (Svíþjóð), Hafnarborg (Hafnarfjörður),Yancey Richardsson gallerí (New York), Galerie Adler (Frankfurt) ofl. Af samsýningum má nefna Nordiska Akvarellmuseet (Svíþjóð), CCA (Center for Contemporary Art, Glasgow), Göteborgs Konsthall (Svíþjóð) ofl.  Verk Siggu Bjargar er að finna í mörgum opinberum söfnum hérlendis og erlendis eins og Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hafnarborg, Nordiska Akvarellmuseet (Svíþjóð), Zabludowicz Art Trust (London) ofl. Fyrir frekari upplýsingar endilega heimsækið heimasíðu Siggu Bjargar: www.siggabjorg.net

Mikael Lind er tónskáld sem fæst við tilraunakenndra ambient tónlist með klassískum áhrifum. Hann hefur gefið út nokkrar breiðskífur, bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Mikael er þekktur fyrir að gera tilraunir og prófa nýtt efni á tónleikum sínum þar sem hann hefur einnig mikinn áhuga á fræðilegri hlið tónlistar og tjáningarmáta þess. Hljóðið fyrir innsetninguna í Ásmundarsal er ennþá óbeislaðra þar sem hljóðheimurinn ber keim af bæði hávaðatónlist og nútímaklassík.

INVERSE
14.01 — 19.02.2023

Inverse is a video- and sound installation by artist Sigga Björg Sigurðardóttir and musician Mikael Lind where an ever-changing and weightless sound world surrounds an aggressive visual world. The laws of a traditional progression give way and scenes are called forth and disappear in parallel to each other. The images cross between reality and abstraction that together with the ever-changing sound work, make space that has no beginning nor an end.

At the cafe, Sigga Björg shows new drawings on paper and wood panels. The works are created in parallel with the video work in Gryfjan and belong to the same visual world where the works walk the line between realism and abstraction, reality and absurdity, narrative and pure aesthetic experience.

Sigga Björg Sigurðardóttir (b. 1977) is a visual artist that lives and works in Reykjavík, Iceland. She completed a BA degree in painting from Iceland University of the Arts in 2001, and later received an MFA from the Glasgow School of Art in 2004. Since then she has exhibited widely in solo and group exhibitions around the world. Solo exhibitions include Kling and Bang Gallerí (Reykjavík), The Drawing Museum (Sweden), Yancey Richardson Gallery (New York) Clark Galerie (Montréal) and Galerie Adler (Frankfurt), with selected group exhibitions including, Nordiska Akvarellmuseet (Sweden), Gothenburg Art Museum (Sweden), CCA The Centre For Contemporary Art (Glasgow) National Galleries of Scotland (Edinburgh) and Reykjavík Art Museum. Her work is in international collections including Nordiska Akvarellmuseet (Sweden) the Zabludowicz Art Trust (London), National Galleries of Iceland and Reykjavík Art Museum. For full CV and more information please visit www.siggabjorg.net

Mikael Lind is a composer of experimental ambient music with classical influences. He has released several albums, both on his own and in collaboration with others. Mikael has become known for experimenting and trying out new material on his live shows, which is linked to his interest in the theoretical side of music and its mode of expression. The sound for the installation in Ásmundarsalur is more free-form, with hints of both noise music and modern classical.