VINNUSTOFA
26.08.–21.09.25

TRISTAN ELÍSABET BIRTA

The Slippery Twist of the Tail

 

Tristan Elísabet Birta verður með gjörninga-innsetningu í vinnslu í Gryfjunni í Ásmundarsal 26. ágúst – 21. september 2025. Verkið verður sýnt í opinni vinnustofu í Gryfjunni í 4 vikur ásamt sýningar viðburði 20. september.

Í opinni vinnustofu kafar Tristan Elísabet Birta ofan í samband hinseginleika og möguleika til að endurskilgreina birtingarmyndir og dulargervi sem við könnumst við úr mótsagnakenndum frásögnum, allt frá þjóðsögum til sjónmiðla samtímans. Hafmeyjan er hlaðin táknum frá popp menningu og goðsögnum; sögur sem fela í sér tálsýn, umbreytingar, sjálfsmynd og forboðnar ástir. Hafmeyjan kallast á við heimspekilegar hugmyndir um líkamlega tilvist og kenndir. Kunnugleg ímynd hafmeyjunnar og mótsagnir sem henni fylgja verður krufin, opnað inn í gjörninga ferlið, þar sem hverful persóna tekst á við mannlegar kenndir með glettni og húmor. 


Tristan Elísabet Birta (f.1991) vinnur þvert á miðla, með megin áherslu á gjörningarlist, kvikmynd og innsetningu. Hán vinnur með eigin líkama og gjörninginn sem aðferð og efnivið og kannar táknheim sjónmenningar í sögulegu samhengi og samtímanum. Hugmyndir í verkum Elísabetar tengjast oft kvenleika og eðli mannsins í samhengi við samband manneskjunnar við aðrar dýrategundir. Elísabet Birta hefur sýnt bæði hérlendis og erlendis, meðal annars í Kling & Bang, 2022, Inter Pblc í Kaupmannahöfn, 2021 og MAS Box í Antwerpen, 2025. Hán fékk tilnefningu til Hvatningarverðlauna Íslensku Myndlistarverðlaunanna 2023. 

 

[ENGLISH]

Open Studio
08.25.–09.20.2025

TRISTAN ELÍSABET BIRTA

The Slippery Twist of the Tail 

 

Tristan Elísabet Birta will present a performance-installation in progress at Gryfjan in Ásmundarsalur from August 25 to September 20, 2025. The work will be developed and shown in an open studio format in Gryfjan over the course of four weeks, culminating in a final exhibition event on September 20.

In this open studio, Tristan Elísabet Birta delves into queerness and the possibilities of redefining representations and disguises familiar from contradictory narratives—from folklore to contemporary visual media. The mermaid is a symbol laden with meaning, drawn from both pop culture and mythology; stories that speak of illusion, transformation, identity, and forbidden love. The mermaid resonates with philosophical ideas of bodily existence and desire. This familiar figure and its inherent contradictions are examined and opened up through the performative process, where a fleeting character grapples with human emotions through playfulness and humor.




Tristan Elísabet Birta (b. 1991) is a performance and visual artist from Iceland. In 2023 they were nominated for the Icelandic Art Prize (category Motivational Award) for their exhibition Mythbust at Kling og Bang. Elísabet Birta's work reflects on perceptions of femininity and humanity within the contextual framework of humankind’s relationships with other species and notions of our common qualities. They take a performative approach, incorporating their body and drawing on personal experiences for material. They work in a variety of mediums, with a main focus on performance and film, considering the symbolic nature of filmmaking within a historical narrative as well as the mixing of genres and familiar tropes.