Styrmir+steelpan.jpg

STYRMIR ÖRN GUÐMUNDSSON
STÁLPÖNNUJÓLATÓNLEIKAR
21. des kl 20.00 - 21.00

Styrmir Örn Guðmundsson (f. 1984) er fæddur í Reykjavík og starfar nú í Berlín, Þýskalandi. Hann flytur gjörninga, smíðar hluti, málar og segir sögur. Hann stundaði nám við Gerrit Rietveld Academy Amsterdam frá 2005 til 2012. Styrmir hefur sýnt og komið fram á alþjóðavettvangi, á hátíðum, söfnum og verkefnarýmum. Árið 2017 setti hann á legg What Am I Doing With My Life?, sem hefur verið flutt víða um Evrópu, meðal annars í Ujazdowski kastala í Varsjá, CAC Vilnius og í litháíska skálanum á 55. Feneyjatvíæringnum.

List Styrmis sameinast í sögum sem lýsa sköpun hans. Sögurnar þróast úr einu í annað; teikning á pappír getur þróast yfir í tónlist eða skúlptúr sem síðan verður upphafið að gjörningi. Áhorfandinn fær innsýn í töfraheim þar sem allt getur gerst. Listamaðurinn heldur því fram að hann vilji ekki vita hvert sköpun hans gæti leitt hann. Hann heldur sköpun sinni í flæði, laus við skynsemishyggju, kannar ný mörk hugans.

Þann 21. des kl 20.00 spilar Styrmir Örn á Stálpönnu nokkur velvalin jólalög og kemur fólki í jólafílíng.