KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
& EVA SIGNÝ BERGER

SOFT SHELL VINNUSTOFA
27.feb - 2. mars 2023

DANSSÝNING
2.MARS kl 18:00 - 19:00

DANSARAR
Ásgeir Helgi Magnússon
Saga Kjerulf Sigurðardóttir 

Soft Shell er verk í vinnslu sem skoðar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta framkallað hugleiðsluástand og leikið við skilningarvitin. Listræna teymi verksins hefur sótt innblástur í fagurfræði og inntak sjónrænna ASMR myndbanda til að skoða í samhengi lifandi flutnings og gera tilraunir með áferðir og eiginleika efnis þegar það mætir líkama. Í þessari vinnustofu skoðum við nánar samband tveggja dansara við innsetningu og búninga úr svampteningum, plastefni og textíl, samband þeirra við hvort annað og við áhorfendur.

Katrín Gunnarsdóttir (1986) lærði dans við Listaháskóla Íslands og kóreógrafíu í ArtEZ í Hollandi þar sem hún útskrifaðist 2008. Katrín hefur samið á annan tug dansverka og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og erlendis. Katrín hefur mest unnið verk fyrir svið en einnig innsetningar í söfnum og óhefðbundnum rýmum. Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. https://www.katringunnarsdottir.com/

Eva Signý Berger (1981) lærði leikmynda- og búningahönnun við Central Saint Martins í London. Hún hefur hannað yfir 40 verk fyrir leikhús, dans, óperu og brúðuleikhús ásamt því að taka að sér ýmis verkefni á vettvangi sviðslista og myndlistar ss. tæknistjórn og leikmuna, búninga- og brúðugerð. Hún hefur áhuga á eðli sviðslista sem hverfuls listforms sem aðeins verður til með samstarfi ólíkra listamanna, og hvernig má hafa áhrif á undirmeðvitund áhorfandans gegnum hið sjónræna. Í samstarfi sínu við danshöfundinn Katrínu Gunnarsdóttur skoðar hún hvernig þróa megi hugmyndir frá einu sviðsverki til annars og færa dansinn úr hefðbundnu rými leikhússins og inní samhengi myndlistar. http://evaberger.is

SOFT SHELL
27.feb - 2.mars 2023

DANCE PERFORMANCE
2.MARS AT 18:00 - 19:00


DANCERS
Ásgeir Helgi Magnússon
Saga Kjerulf Sigurðardóttir 

Soft Shell is an ongoing research project that investigates how various audio and visual stimuli can trigger a meditative state and tingling sensation. Drawing from the aesthetics and content of ASMR videos, Soft Shell explores how and if these sensations can be evoked as bodies interact with installations and costumes that play with various textures, shapes, colors and different levels of transparency.

Katrín Gunnarsdóttir (1986) studied dance at Iceland University of the Arts in Reykjavík and choreography at ArtEZ in Arnhem, graduating in 2008. Katrín has created a number of dance works and participated in many other artistic projects, both in Iceland and in Europe. Katrín has created work mostly for stage but also created installations in galleries, museums and site-sensitive spaces. The driving force behind her choreographic research has been the creation of movement language and imagery from a practice of listening, of softness, sensitivity, ever-changing movement and the integration of bodies with their environment. https://www.katringunnarsdottir.com

Eva Signý Berger (1981) studied Design for Performance at Central Saint Martins in London. She has designed over 40 performances for theater, dance, opera and puppet theater. She is interested in the collaborative and fleeting quality of the performing arts and how one can speak to the subconscious of an audience through the visual. In her collaboration with choreographer Katrín Gunnarsdóttir Eva explores the development of ideas from one performance to another and moving dance out of the theater space and into the space of visual art. http://evaberger.is

Eva Signý Berger

Katrín Gunnarsdóttir