SÝNING
/ EXHIBITION

20.09.–09.11.25

Samsýningin Sex Tape eftir Miles Greenberg og Viðar Loga opnaði í Ásmundarsal, laugardaginn 20. september síðastliðinn.

Viðar Logi og Miles Greenberg eru báðir meðal efnilegustu ungu listamanna samtímans, hvorugur ókunnur alþjóðlegum vettvangi. Viðar Logi, íslenskur ljósmyndari og listamaður búsettur í New York, var valinn á Forbes 30 Under 30 Europe árið 2024 og hefur sýnt í Victoria & Albert Museum, Centre Pompidou og Kunsthal Rotterdam. Miles Greenberg (f. 1997, Montreal) er gjörningalistamaður og skúlptúristi sem hefur sýnt í Louvre, Neue Nationalgalerie og á Feneyjatvíæringnum, auk þess að vera valinn á Forbes 30 Under 30 árið 2023. Samsýning þeirra er hin fyrsta á íslenskum vettvangi og markar mikilvægt upphaf í listsköpun þeirra þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þeir sýna saman og er samband þeirra og líkamleiki í forgrunni.

 

Sex Tape í Ásmundarsal
/ Sex Tape in Ásmundarsalur

Sex Tape er samsýning listamannaparsins Viðars Loga og Miles Greenberg. Sýningin er unnin sér-staklega fyrir Ásmundarsal með stuðningi frá WSA New York. Hér mætast þeir og sýna tvær nýjar, samtvinnaðar verkaraðir sem kanna hinsegin ást og kynlíf. Í verkunum nálgast listamannaparið líkama sína, líkama hvors annars og annarra bæði sem efni og aðferð, og kanna hvernig mörkin á milli áhorfanda og þátttakanda, sköpunar og upplifunar, sýnileika og leyndar, verða óljós.

Verk Greenbergs samanstanda af fimm 3D-skönnuðum og prentuðum fígúrum sem sýna líkama í ástríðufullum orgíu faðmlögum, þar sem formið hefur verið afmyndað svo líkamleg formræna afbyggist. Með sérstakri tækni sem hann þróaði árið 2021 fangar Miles hreyfingu líkamanna, skekkir svo og bjagar yfirborðið með handahófskenndri aðferð. Síðan færir hann hina afbyggðu hreyfingu yfir í fastmótað form með stafrænum lausnum, sem og handverki. Aðferðin vísar bæði til klassískrar höggmyndalistar og einnig til andlegra rannsóknarhefða sem tengja saman hreyfingu og kyrrð. Efni sem á rætur að rekja til Vestur-Afríku til forna. Skúlptúrarnir eru smágerð líkön, handunnin með lakki, en standa sem rannsóknarverk sem kunna síðar að vaxa í stærri útfærslur.

Verk Viðars Loga eru tvíþætt. Annars vegar eru tvö stór þrískorin ljósmyndaverk, unnin á ljós-næman pappír í raunstærð líkama. Þar má sjá hóp fimm einstaklinga í opnum kynferðislegum athöfnum, framkvæmdum beint á pappírinn sjálfan. Þátttakendurnir voru þaktir mismunandi efnum, svo sem ananassafa, sódavatni og eggjahvítum, sem breyttu yfirborðinu og mynduðu mynstur þegar pappírinn var framkallaður með hefðbundinni myrkraherbergistækni. Þetta er fyrsta tilraun Viðars Loga með analog-prentun en verkið er óður til „Anthropometries“-seríu Yves Klein.  Analog aðferðin þarf langan tíma og þessi hæga efnabundna aðferð er einskonar andsvar eða táknræn kyrrð í samhengi við stöðuga hröðun í heimi kynlífsmenningar samkynhneigðra.

 

Hins vegar sýnir hann vídeóverk þar sem kynferðisleg samskipti listamannaparsins eru tekin upp með varmamyndavél. Þannig verður það sem venjulega er aðeins skynbundið–hitinn–að því sem áhorfandinn sér.

Markmið listamannanna var að móta sitt eigið myndmál á næmi og nánd. Ferlið leiddi þá ósjálfrátt  báða að hreyfingum, því þær draga fram efnisleika sköpunarferlisins sjálfs fremur en að raunverulegri eftirlíkingu eða að of ákveðnum niðurstöðum. Hjá þeim varð augnablikið, innsæið og hið tilviljunakennda að innsta kjarna í báðum myrkraherbergjum.

Með þessu móti verður kynlífið að tilraun til að sleppa tökum, leggja sjálfið til hliðar og finna kjarna alls hins skynbundna í líkamanum. Hið dulda, undirstrauminn, hið ósýnilega.

Sýningunni fylgir sérstakur ilmur, handgerður af Fischersund í Reykjavík, auk hljóðverks eftir tónskáldið Personaljjesus sem starfar á Lanzarote.

 

Miles Greenberg (f. 1997, Montreal) er gjörningalistamaður og skúlptúristi sem vinnur með líkamann í stórum og skynrænum innsetningum, oft með langvinnum gjörningum. Verk hans, sem sækja innblástur í afríska díasfóru (e. diaspora), skapa rítúal-bundna upplifun sem skerpir á skynjun áhorfenda. Greenberg hefur sýnt á alþjóðavettvangi, m.a. í Louvre í París, Neue Nationalgalerie og Feneyjatvíæringnum, og verið gestalistamaður hjá Palais de Tokyo og The Watermill Center. Árið 2023 var hann á lista Forbes 30 Under 30 í flokknum listir og menning.

Viðar Logi (f. 1997 í Dalvík, Íslandi) er sjálflærður íslenskur ljósmyndari og listamaður, búsettur í New York, sem valinn var á Forbes 30 Under 30 Europe árið 2024 í flokki lista og menningar. Hann hefur sýnt verk sín á erlendum vettvangi á borð við Victoria & Albert Museum í London, Centre Pompidou í París, og Kunsthal Rotterdam. Viðar hefur unnið með fjölda listamanna og tískuhönnuða, þar á meðal Björk, Iris van Herpen og Thom Browne. Verk hans hafa verið birt í Vogue, Acne Paper, National Geographic, Dazed and Rolling Stone, Pitchfork, og Purple Magazine.

 

Viðar Logi og Miles Greenberg

 

[ENGLISH]

 

Sex Tape is a joint exhibition by artist couple Viðar Logi and Miles Greenberg. Commissioned by Ásmundarsalur with support from WSA New York, the pair have conceived of two new intertwined bodies of work that revolve around queer love and sex. In these works, both artists sought out new ways to be both observer and participant, subject and maker, exhibitionist and voyeur. Each employed their own and one another’s bodies, as well as the bodies of others, in an attempt to blur the line between them.

Greenberg’s works comprise a series of five 3D-scanned and printed figures in an orgiastic embrace, abstracted beyond recognition. The figures, captured using a technique developed by the artist in 2021, are rendered in motion, glitched and distorted by their own gestures. This creates unpredictable forms which are later refined and extruded by the artist via digital and physical manipulation. Partly inspired by classical sculpture, this unique method revokes the scanner’s ability to differentiate repetition, thus taking away its ability to recognise movement. The resulting ‘digital erosion’ is meant to emulate a natural decay that would otherwise take place over thousands of years, while also responding to spiritually-driven investigations of movement in static objects that developed first in West African antiquity, and later permeated in 20th century European modernism. The sculptures, each at the scale of a maquette, are hand-finished with lacquer, but remain ‘studies’ for potential future works at scale.

Viðar Logi’s work is articulated in two parts; in the first, he produced two large-scale photogram triptychs, each spanning two-by-three metre sheets of photosensitive paper. They depict life size portraits of sex, performed by a group of five subjects in an orgy, directly atop the paper. All five subjects were doused in various reactive substances (pineapple juice, sparkling water, egg whites, etc.), selectively exposing them to light and developing the underlying paper using traditional darkroom techniques. A nod to Yves Klein’s Anthropometries series, this is Logi’s first foray into analog printing methods. This highly manual technique recalls and reinforces a slowness to the fast-paced world of gay sex.

 

Secondly, he has produced a video work docu-menting a sexual encounter between himself and Greenberg using a thermographic camera. This renders that which is normally seen by the eyes invisible, and conversely, what is normally only felt by the skin–heat–is what the viewer sees.

The goal of the couple was to individually find their own language around sensuality—and in so doing, each intuitively gravitated to gestures that highlight the materiality of the process itself, rather than faithful representations or reliable results. For both artists, the interplay of immediacy, intuition and serendipity is something that is reflected in both kinds of darkroom.

In this space, sex is about relinquishing control, and reducing one’s personhood to one’s most sensorial. The id, the unseen, the undercurrent reigns supreme.

Accompanying the exhibition will be a bespoke fragrance, handmade by Reykjavík-based perfume atelier, Fischersund, as well as a soundtrack by Lanzarote-based composer, Personaljjesus.

 

Miles Greenberg (b. 1997, Montreal) is a performance artist and sculptor whose large-scale, immersive installations explore the body as sculptural material, often through extreme durational performances. His work, influenced by the African diaspora, creates ritual-like spaces that heighten sensorial awareness. Greenberg has performed internationally, including at the Louvre, Neue Nationalgalerie, and the Venice Biennale, and has held residencies at Palais de Tokyo and The Watermill Center. In 2023, he was listed on Forbes 30 Under 30 in Art & Style.

Viðar Logi (f. 1997 í Dalvík, Íslandi) is an Icelandic photographer and artist based in London, selected for Forbes 30 Under 30 Europe in 2024 in the Arts & Culture category. He has exhibited at renowned venues such as the Victoria & Albert Museum in London, Centre Pompidou in Paris, and Kunsthal Rotterdam. Viðar has collaborated with leading artists and fashion designers, including Björk, Iris van Herpen, and Thom Browne. His works have been featured in publications such as Vogue, Acne Paper, National Geographic, Dazed, Rolling Stone, Pitchfork, and Purple Magazine.

 

SEX TAPE ILMIR
/ SEX TAPE SCENTS

Ilmur eitt eftir Fischersund í samstarfi við Viðar Logi og Miles Greenberg
/ Scent 1 by Fischersund in collaboration with Viðar Logi and Miles Greenberg

Ilmur tvö eftir Fischersund í samstarfi við Viðar Logi og Miles Greenberg
/ Scent 2 by Fischersund in collaboration with Viðar Logi and Miles Greenberg

 

Ilmirnir tveir eru þróaðir í samstarfi við ilmhúsið Fischersund í Reykjavík og færa sýninguna inn í heim lyktarinnar, þar sem hún kannar nánd í gegnum önnur skynfæri.

Hver ilmur umbreytir merki um líkamlega nærveru – varma frá húð og andardrátt – í abstrakta samsetningu. Fyrri ilmurinn er þéttari og dýpri, minnir á þéttleika snertingar og varma sem skapast milli líkamanna. Seinni ilmurinn er léttari, ber með sér loftkenndan léttleika og ferskleika sem fylgir eftir snertingu.

Saman mynda þeir par: einn jarðbundinn, hinn loftkenndur, báðir endurspegla hvernig nánd og skynjun geta tekið á sig margvísleg form, líkt og sýningin sjálf.

/

Developed with Reykjavík-based perfume atelier Fischersund, these two fragrances extend Sex Tape into scent, exploring intimacy through the most immediate of senses.

Each perfume translates traces of physical closeness — warmth, skin, and breath — into an abstract composition. The first scent is fuller and heavier, recalling the density of touch and the lingering heat between bodies. The second is lighter and brighter, carrying the air that follows contact and the freshness that remains.

Together, they form a pair: one grounded, one airy. Each reflects the exhibition’s interest in how closeness, movement, and sensation can shift between the seen and the felt.


SÝNINGIN
/ THE EXHIBITION


OPNUN 20.09.25
/OPENING 09.20.25