MILES GREENBERG & VIÐAR LOGI
SEX TAPE
20.09.–09.11.2025
Samsýningin Sex Tape eftir Miles Greenberg og Viðar Loga opnar í Ásmundarsal, laugardaginn 20. September kl. 18.
Viðar Logi og Miles Greenberg eru báðir meðal efnilegustu ungu listamanna samtímans, hvorugur ókunnur alþjóðlegum vettvangi. Viðar Logi, íslenskur ljósmyndari og listamaður búsettur í New York, var valinn á Forbes 30 Under 30 Europe árið 2024 og hefur sýnt í Victoria & Albert Museum, Centre Pompidou og Kunsthal Rotterdam. Miles Greenberg (f. 1997, Montreal) er gjörningalistamaður og skúlptúristi sem hefur sýnt í Louvre, Neue Nationalgalerie og á Feneyjatvíæringnum, auk þess að vera valinn á Forbes 30 Under 30 árið 2023. Samsýning þeirra er hin fyrsta á íslenskum vettvangi og markar mikilvægt upphaf í listsköpun þeirra þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þeir sýna saman og er samband þeirra og líkamleiki í forgrunni.
Miles Greenberg (f. 1997 í Montreal, Kanada) er gjörningalistamaður og skúlptúristi. Verk hans samanstanda af stórum, skynrænum og staðbundnum innsetningum sem snúast um líkamleika í rými. Innsetningar hans eru oft virkjaðar með langvinnum gjörningum þar sem líkaminn er nýttur sem skúlptúrískt verkfæri, með það að markmiði að gera fagurfræði mannslíkamans sýnilegri – einkum út frá sjónarhorni afrískrar díasfóru (e.diasphora). Gjörningarnir hans eru einnig skjalfestir í rauntíma og fá svo framhaldslíf í vídeólist og skúlptúrgerð. Strangt og ritúalískt gjörningaverklag Greenbergs er unnið ofur hægt, til þess að brjóta niður formræna tímaskynjun og skerpa næmi áhorfenda. Útkoman er rými sem líkist vettvangi helgisiða og býður bæði flytjanda og áhorfendum að rata, túlka og heiðra þær tilfinningar – oft óháðar tungumáli – sem búa í líkamanum og lifa innan hans.
Sautján ára gamall hætti Greenberg í formlegu námi og sinnti fjögurra ára sjálfstæðum rannsóknum á hreyfingu og arkitektúr. Hann hefur unnið undir handleiðslu Édouard Lock, Robert Wilson og Marina Abramović og verið gestalistamaður hjá Fountainhead Arts í Miami (2023); La Manutention við Palais de Tokyo (2019) og The Watermill Center Residency í New York (2017 & 2018) ásamt fleirum. Árið 2023 var Greenberg á lista Forbes 30 Under 30 í flokki lista og stíls.
Hann hefur sýnt verk sín og framkvæmt gjörninga á alþjóðavettvangi í söfnum og galleríum, þar á meðal Louvre (París), Neue Nationalgalerie (Berlín), The New Museum (New York), Art Gallery of Ontario (Toronto), Salon 94 (New York), Galleria Continua (Les Moulins) og víðar. Verk Greenbergs hafa einnig verið hluti af fjölda alþjóðlegra listasýninga, þar á meðal Feneyjatvíæringsins, Aþenutvíæringsins, BoCA í Lissabon og Bangkok Art Biennale.
/
Miles Greenberg (b. 1997 in Montreal, Canada) is a performance artist and sculptor. His work consists of large-scale, sensorially immersive and site-specific environments revolving around the physical body in space. These installations are activated with often extreme durational performances that invoke the body as sculptural material, with the goal of making visible the poetics of the human form; particularly through the lens of the African diaspora. His performances are captured in real-time before the audience to generate later video works and sculptures. Rigorous and ritualistic in its methodology, Greenberg’s universe relies on slowness and the decay of form to heighten the audience’s sensitivities. The result is something akin to a ritual space that invites both the performer and the audience to navigate, decipher and honour the emotions, often beyond language, that reside and resonate in the body.
At age seventeen, Greenberg left formal education, launching himself into four years of independent research on movement and architecture. He has worked under the mentorship of Édouard Lock, Robert Wilson, and Marina Abramović and has been an artist in residence at Fountainhead Arts, Miami (2023); La Manutention at Palais de Tokyo (2019), and The Watermill Center Residency, NY (2017 & 2018) among others. In 2023, Greenberg was featured on the Forbes 30 Under 30 in the Art & Style Category.
He has exhibited and performed internationally at museums and galleries, including The Louvre (Paris), Neue Nationalgalerie (Berlin), The New Museum (New York), the Art Gallery of Ontario (Toronto), Salon 94 (New York), Galleria Continua (Les Moulins) and more. Greenberg’s work has also been included in numerous international art surveys, including the Venice Biennale, Athens Biennial, BoCA Lisbon, and the Bangkok Art Biennale.
Viðar Logi er sjálflærður íslenskur listamaður frá Akureyri, búsettur í New York. Hann vinnur þvert á ljósmyndun, vídeó og skúlptúr, en í verkum sínum skoðar hann dulhyggju og afbyggingu á hinu figuríska formi. Hann hefur unnið með Björk að myndrænu efni plötunnar Fossora, þar á meðal forsíðu og tónlistarmyndbönd.
Árið 2024 var hann valinn á Forbes 30 Under 30 lista í flokki lista og menningar. Verk hans hafa verið sýnd víða um heim, meðal annars á V&A, Centre Pompidou, Kunsthal Rotterdam, Piccadilly Lights/Circa og Herbert Art Gallery & Museum, og birt í ritum á borð við Vogue, Acne Paper, National Geographic, Dazed, Rolling Stone, Pitchfork og Purple Magazine.
/
Vidar Logi is a self-taught visual artist from northern Iceland, based in New York. Working across photography, video, and sculpture, his practice explores mysticism through manipulated figurative forms that challenge perception. Notably, he collaborated with Björk on the visuals for her album Fossora, including its cover and music videos.
In 2024, he was named to the Forbes 30 Under 30 list in Arts & Culture. His work has been exhibited internationally at the V&A, Centre Pompidou, Kunsthal Rotterdam, Piccadilly Lights/Circa, and Herbert Art Gallery & Museum, and featured in publications such as Vogue, Acne Paper, National Geographic, Dazed, Rolling Stone, Pitchfork, and Purple Magazine.