YFIRSTANDANDI
CURRENT

LE GRAND SALON DE NOËL

08.12.18 – 31.12.18

PRENT OG VINIR

Le Grand salon de noel er sölusýning um 100 listamanna. Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna.

Um 300 verk verða til sölu á sýningunni og hægt verður að pakka þeim beint í silkiþrykktan jólapappír á innpökkunarstöð Prents & vina sem sjá um sýningarstjórnun. Í Gryfjunni verður sett upp grafíkverkstæði þar sem valdir listamenn eru fengnir til að vinna verk í upplagi á hverjum degi yfir sýningartímabilið.

Sjá verðskránna hér: https://issuu.com/sigurduratlisigurdsson/docs/verdskra

FYRRI
PAST

JÖKULL

13.10.18 – 30.11.18

RAX

Jökull eru óður til jökla á Íslandi, myndræn lofgjörð eftir Ragnar Axelsson. Ragnar ólst upp í grennd við jökla og hefur flogið í ótal skipti yfir hjarnbreiður þeirra. Ljósmyndirnar, sem teknar voru á undanförnum tíu árum, eru í senn jarðneskar og yfirskilvitlegar, ólgandi af krafti og kyrrstæðar, framandi og kunnuglegar.

Glacier is an ode to Iceland’s glaciers by renowned documentary photographer, Ragnar Axelsson. Having grown up near the glaciers and flown his plane over them countless times since, Axelsson has a deep affinity for the ice that has shaped the country’s land and psyche, as well as his own lifelong fascination.

FYRRI
PAST

Líkt og blóm í haga

Like a Flower in a Field

03.10.18 – 07.10.18

EINKASÝNING JONASAR MEKAS
LISTRÆNA STJÓRNUN ANNAST FRANCESCO RAGAZZI

Líkt og blóm í haga er fyrsta einkasýning á verkum Jonasar Mekas á Íslandi. Francesco Urbano Ragazzi er listrænn stjórnandi sýningarinnar.

A SOLO SHOW BY JONAS MEKAS
CURATED BY FRANCESCO URBANO RAGAZZI

Like a flower in a field is the first solo exhibition of Jonas Mekas’ work in Iceland, curated by Francesco Urbano Ragazzi.

FYRRI
PAST

ATÓMSTJARNAN

09.06.18 – 30.06.18

JÓNÍ JÓNSDÓTTIR, STEINUNN KETILSDÓTTIR, SVEINBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR

Í dans -og myndlistarverkinu Atómstjarna er mannveran rannsökuð. Hún er krufin, rifin og  skorin í sundur, saumuð saman og skoðuð í stærra samhengi við umhverfi sitt, frá rótum sínum við jörðina til huga og himins.