Fritz-11.jpg

TÝND LYKILORÐ

06. APR 2019 - 28. APR 2019

 

„Hver er uppáhalds maturinn þinn til þess að borða á fimmtu hæð skrifstofubyggingar?“

  

„Hvaða tilfinningar vakna hjá þér við að ferðast í rúllustiga?“

  

„Hvenær horfðir þú fyrst í augun á villtu dýri?“

 

Fritz Hendrik (f. 1993) er íslenskur myndlistamaður sem býr og starfar í Reykjavík. Hann fjallar í myndlist sinni m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum. Hvað vitum við, hvernig vitum við, og hvað er það sem við erum að horfa á? Málverkið sem eftirmynd af veruleikanum er hugmynd sem hefur vitanlega fylgt málverkinu frá upphafi, en Fritz tekur hana í sína þjónustu og notar hana til að spyrja spurninga um eðli eftirmyndarinnar sem og eðli veruleikans. Við nálgumst veruleikann sífellt meira í gegnum framsetningar á honum, myndrænar og stafrænar framsetningar eru sífellt nálægar, og það er áhugavert að velta því fyrir sér í hvaða sambandi þær standa við það sem þær eru framsetningar á. 

Týnd lykilorð er fjórða einkasýning Fritz Hendrik. Fritz hefur sýnt verk sín meðal annars í Kling og Bang, Hafnarborg, Gallery Port, Verksmiðjunni á Hjalteyri, Gallerí Úthverfu á Ísafirði, Kuldiga í Lettlandi og Moscow Biennale for young art í Rússlandi. 

LOST PASSWORDS

“What is your favorite thing to eat on the fifth floor of an office building?”

 

 “What are your feelings towards transportation via escalators?

 

 “When was the first time you made eye contact with a wild animal?”


Fritz Hendrik is an Icelandic artist currently living in Reykjavík. Fritz Hendrik is interested in the act of both the conscious and unconscious staging in life, art and culture. Fritz also tackles the relationship between tradition, perception and knowledge in his works. What do we know, how do we know it and what are we looking at? Painting as a reproduction of reality is an idea which has accompanied painting from the very beginning and Fritz exploits this idea to ask questions about the nature of reproduction and reality.  We approach reality ever more frequently through its representations  (visual and digital representations are always close at hand) and it is interesting to ponder what their relationship to reality is.

Lost Passwords is Fritz's fourth solo exhibition. Fritz has exhibited his work in Kling & Bang, Hafnarborg, Gallery Port, The Factory in Hjalteyri, Gallerí Outvert in Ísafjörður, Kuldiga in Latvia and the Moscow Biennale for young art in Russia.