LINUS LOHMANN

pacing
20.10 - 27.11.2022

Þann 20.október opnar sýningin Pacing eftir Linus Lohmann á setustofunni. Á sýningunni verða verk sem unnin voru í Gryfjunni síðast liðinn mánuð. Verkin eru öll unnin með sérsmíðuðum værkfærum Linusar, teiknibyssu og blekblöndunarvél, í sérstökum punktastíl sem er aðferð sem Linus hefur unnið og þróað síðan 2016.  


„Síðan 2016 hef ég verið að þróa teikniaðferð þar sem ég nota sérsmíðuð mekanísk verkfæri til að vinna fíngerð, stórskala punktaverk unnin úr mörgum lögum.  Verkin kviknuðu útfrá áhuga mínum á bæði nothæfri og úreltri prenttækni, náttúru og takmörkum sjónrænnar skynjunar. Í verkunum skarast punktalögin og úr verður ljóðrænt myndmál því punktastíllinn dregur fram ný landslög eða dulbúið myndmál sem birtist úr fjarlægð og ólíklega er raunverulega í verkinu.“ 

„Verkfærin sem ég hef skapað til að geta unnið verkin eru orðnir eins og skúltpúríksir hlutir sem eru eins og partur af verkunum fyrir mér.  Þar má nefna “teiknibysssu” sem líkist tattoo byssu sem gerir punkta á margfalt meiri hraða en ég get unnið handvirkt ásamt sérsmíðaðri blekblöndunarvél sem blandar litina á hárnámkvæman hátt. Þannig get ég unnið litablöndur og gert hvert punktalag með verkfærum þróuðum sérstaklega fyrir þessa myndlist.  Svo hef ég komið upp hreyfanlegu borði og hengt upp hreyfiarm fyrir rafmagnssnúruna svo ég geti hreyft mig í rýminu og ekki blindast af sólinni né dottið um rafmagnssnúrurnar.“  

Linus Lohmann (1982, Hannover, Þýskalandi ) býr og starfar á Seyðisfirði og í Reykjavík.