Ásgeir skúlason

Getur þú ekki gert eitthvað úr þessu?
16.07 - 04.09 2022

„Getur þú ekki gert eitthvað úr þessu?“ Er spurning sem faðir minn spurði mig þegar ég var að forvitnast útí hvað hann ætlaði eiginlega að gera við allar gólfkúlurnar sem voru safnast upp heima hjá honum. Gólfkúlur sem hann hefur sánkað að sér undanfarin ár í reglulegum göngutúrum sínum í fjörunni við Gróttu. Golfvöllurinn í nágrenninu sér honum fyrir nær óþrjótandi magni, og hann getur ómögulega látið þær liggja þegar hann kemur auga á þær.

Á sínum tíma var ég ekki alveg viss um það en tók samt með mér einn kartöflusekk af gólfkúlum niðrá vinnustofu. Sekkinn hef ég dregið fram við og við síðustu ár og velt innihaldi hans fyrir mér.

Á sama tíma hélt gólfkúlunum áfram að fjölga heima hjá faðir mínum. Og þegar magnið varð meira fór þær að kveikja áhuga minn. Kúlurnar flutti ég nú allar niðrá vinnustofu, og við erum ekki að tala um nokkra kassa heldur eru þetta orðnar hátt í 5000 stykki eða rúmlega 200kg.

„Jú, ég held ég geti gert eitthvað úr þessu.“

Eftir fjögurra vikna vinnustofudvöl í Gryfjunni mun afrakstur Ásgeirs vera núna til sýnins á setustofunni á 1stu hæð og hægt verður að sjá hvaða mynd golfkúlusafnið hefur tekið á sig. Sýningin er tileinkuð föður Ásgeirs, Skúla Guðjónssyni.