HULDA KATARÍNA SVEINSDÓTTIR
HJÁLMAR KAKALI BALDURSSON

leiðsögn og SAMTAL VIÐ HÖNNUÐI FLÍS
06.05 og 07.05.23

Þann 6. og 7 maí voru hönnuðir Flís á staðnum til að veita leiðsögn um sýninguna.

Sýningin var afrakstur mánaðarlangrar vinnustofudvalar Hjálmars og Huldu Katarínu í Gryfjunni.

Flís er frjáls rannsókn á staðbundinni mynsturgerð og möguleikunum sem felast í litaflóru leirtegunda hérlendis. Markmiðið er að hanna leirflísar sem ögra viðteknum hugmyndum um viðfangsefnið með aðferðum sem reyna á þolmörk leirsins og í leiðinni enduruppfinna stað hans í félagslegu rými.

Hjálmar Kakali Baldursson er með BA gráðu í listfræði frá Winchester School of Art og MA gráðu í Hönnun frá Listaháskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Hjálmar starfað sem viðmóts-og upplifunarhönnuður hjá fyrirtækjum á borð við CCP Games.
Hulda Katarína Sveinsdóttir er með diplóma gráðu frá úr Keramikdeild Myndlistaskóla Reykjavíkur. Undanfarin ár hefur Hulda sinnt kennslu í Myndlistaskólanum samhliða því að sinna innkaupa-og verslunarstjórastöðu í Andrá Reykjavík.

TOUR AND CONVERSATION WITH THE DESIGNERS of TILE
06.05 and 07.05 2023

TOUR AND CONVERSATION WITH THE DESIGNERS

The exhibition was the result of a month long workshop at Gryfjan.

Tile is an open study of local patterns and the possibilities inherent in the color flora of clay types in Iceland. The goal is to design clay tiles that challenge our accepted ideas about the subject with methods that test the clay's endurance limits and in the process reinvent its place in social space.

Hjálmar Kakali Baldursson has a BA degree in fine arts from the Winchester School of Art and a MA degree in Design from the Iceland Academy of the Arts. Hjálmar currently works full time as a user interface and user experience designer.
Hulda Katarína Sveinsdóttir has a diploma from the Ceramics Department of Reykjavík School of Visual Arts. For the past few years, Hulda has been teaching ceramics in addition to holding the position as a buyer and a store manager.