ANNARSFLOKKS

ERINDREKAR
24.04 – 15.05.2024

Verið velkomin á sýninguna Annarsflokks í Ásmundarsal á HönnunarMars! 

Hönnunar- og rannsóknarverkefnið Annarsflokks, sýnir fram á notagildi og gæði annarsflokks æðardúns. Íris Indriðadóttir og Signý Jónsdóttir, hjá Studio Erindrekum eru vöruhönnuðir og æðarbændur og hafa stundað æðarrækt á Skálanesi í Seyðisfirði síðastliðin fimm ár með vinum sínum og æðarbændum Sigrúnu Ólafsdóttur og Pétri Jónssyni. Í þessu verkefni vinna þær í nánu samstarfi með fatahönnuðinum og textílsérfræðingnum Sigmundi Páli Freysteinssyni. Sigmundur býr yfir sérþekkingu í náttúrulegri litun á textíl og hefðbundnu handverki sem nýtist einstaklega vel í verkefninu.

Á sýningunni fá gestir að sjá frumgerðir af fatnaði úr annarsflokks æðardúni sem verður framleiddur hérlendis í framhaldi sýningar ef lögum um gæðamat fæst breytt. Einnig fá gestir að setja sig í fótspor æðarfugslins, unganna og eggjanna og á sama tíma fræðast um starf og hlutverk dúnmatsmanna, sem þekkja æðardún betur en flestir og gegna því mikilvæga hlutverki að tryggja gæði æðardúns í dag.

Hlökkum til að sjá ykkur! 


 

Sigmundur Páll Freysteinsson, Íris Indriðadóttir og Signý Jónsdóttir,

 


The design and research project Secondary demonstrates the utility and quality of second-class eiderdown in the form of clothing, which will be exhibited at Ásmundarsalur during DesignMarch 2024. 

Íris Indriðadóttir and Signý Jónsdóttir, at Studio Erindrekar, are product designers and eider farmers who have been practicing eider farming in Skálanes in Seyðisfjörður for the past five years with their friends and eider farmers Sigrún Ólafsdóttir and Pétur Jónsson. In this project, they collaborate with the fashion designer and textile specialist Sigmundur Páll Freysteinsson to create diverse clothing in various sizes suitable for people of all genders. Sigmundur's expertise is in natural textile dyeing and traditional craftsmanship, which is particularly useful in this project.

The exhibition shows prototypes of clothing made from secondary eiderdown, which will be produced locally if changes are made in the laws of quality standards. Guests will also have the opportunity to experience themselves in the footsteps of the eider bird, its chicks, and eggs while learning about the work and role of down inspectors, who know eiderdown better than most and play a crucial role in ensuring its quality today.

We can't wait to see you there!