ANNA
MARGRÉT

ÆTTARMÓT
07.05 – 25.05.2024

Í vinnustofu sinni í Gryfjunni mun Anna Margrét rannsaka áhuga Íslendinga á ættfræði og þeirri hefð að halda ættarmót. Siðinn í kringum ættarmót má rekja aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Róttækar samfélagsbreytingar urðu til þess að stór hluti þjóðarinnar fluttist búferlum á höfuðborgarsvæðið. Tilefnið var því ærið og stórfjölskyldunni hópað saman á sumrin í sveitinni. Vinnustofan snýr að því að hanna ættarmót fyrir fólk sem er ekki skylt, í von um að ættarmót framtíðar geri ráð fyrir fjölmenningarsamfélaginu sem við búum í í dag. Eftir að hafa eytt miklum tíma með ættingjum af eldri kynslóðinni vakti það áhuga Önnu Margrétar hvað sú kynslóð ræðir mikið um tengingar og ættfræði. Hafa þessar vangaveltur vakið upp nokkrar spurningar sem Anna Margrét mun meðal annars velta upp í samtölum og viðtölum við fjölbreyttan hóp fólks. 


Anna Margrét (f.1992) útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019 og með MFA frá Sviðslistadeild LHÍ haustið 2022. Í verkum sínum vinnur Anna Margrét með myndbirtingar neyslusamfélagsins. Með því að umbreyta ýmsum hversdagslegum viðfangsefnum inn í listsamhengið rannsakar hún hvernig þau koma fyrir í tilverunni okkar. Anna Margrét hefur meðal annars sýnt verk sín á Sequences Art Festival, LungA Listahátíð, Christianshavns Beboerhus í Kaupmannahöfn, HilbertRaum í Berlín, Skaftfelli Seyðisfirði og Borgarleikhúsinu. 

 

ANNA MARGRÉT
FAMILY REUNION
07.05–25.05.2024

In Gryfjan, Anna Margrét will research Icelanders’ interest in genealogy and the tradition of amily reunions. Family reunions can be traced back to the first half of last century when radical social changes caused a large part of the population to migrate to the capital area. Therefore the extended family gathered in the countryside during summertime. The aim in Gryfjan is to design a family reunion for people who are not related, in the hope that future family reunions represent the diverse society we live in today. After spending a lot of time with relatives from the older generation, Anna Margrét was inspired to research their interest in genealogy. These speculations have raised several questions about this Iclenadic tradition around family reunions that Anna Margrét will reflect upon through conversations and interviews with a diverse group of people.

Anna Margrét (b.1992) graduated from Fine Arts in 2019 and Performing Arts with an MFA in 2022 at the Iceland University of the Arts. In her work, Anna Margrét represents the consumer-driven society in which we live. By including mundane tasks in an art context, she explores how they appear in our daily lives. Anna Margrét has shown her work at Sequences Art Festival, LungA Art Festival, at Christianshavns Beboerhus in Copenhagen, HilbertRaum in Berlín, Skaftfell in Seyðisfjörður and Borgarleikhúsið.