Photo 04-07-2019, 14 41 09.jpg

VARÐAÐ

04. JUL 2019 - 25. AUG 2019

Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson

Fjórir listamenn af yngri kynslóðinni sýna ný verk sem þau hafa unnið innblásin af sögu og umhverfi Skólavörðuholtsins. Listamennir eru þau Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson. Þrátt fyrir að notast við ólíkar vinnuaðferðir og vinna í fjölbreytta miðla, er sterk tenging á milli listamannanna. Þau hafa öll leitast við hafa einlægni og leik í forgrunni verka sinna, full af húmor, og sögur sagðar með bæði formum og litum. 

Hver og einn listamannanna vinnur verk sín með eigin útfærslu og í sinn miðil. Með því að skapa ólík verk en öll á sama sögusviði fær áhorfandinn fjölbreytt sjónarhorn á umfjöllunarefnið. Verkin eru allt frá því að vera með sögulegu ívafi, en þó frjálslegu, yfir í að vera enn frjálslegri og meira abstrakt túlkun á umhverfinu. 

Efniviður og sögusvið verkanna á sýningunni er Skólavörðuholtið sjálft. Skólavörðuholtið er einsog hvirfill borgarinnar, útsýnisstaðurinn, þaðan sem hefur mátt athuga hvernig borgin standi á hverjum tíma. Holtið sem nánast stóð autt fyrir 100 árum en nær allir ferðamenn heimsækja í dag. Hvernig það varð að þessu holti. Varðað.

Í tilefni sýningarinnar kemur út bókverkið Varðað eftir Skarphéðinn Bergþóruson.

On the 4th of July at 17 artists Auður Lóa Guðnadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Loji Höskuldsson and Þorvaldur Jónsson open a collaborative exhibition in Ásmundarsalur. With historical undertones "Varðað" revolves around this well known part of Reykjavík, Skólavörðuholtið, and the connection it has always had to the Icelandic art and cultural scene.