SALKA RÓSINKRANZ & TÓTA KOLBEINSDÓTTIR
SALKA OG TÓTA PRENTA BÓK
19.07. - 14. 08.22

Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir vinna að bókverki í Gryfjunni, Ásmundarsal. Þær setja upp einfalt prentverkstæði og vinna að fjölfeldi einnar opnu á dag yfir fjögurra vikna tímabil. Gestir geta haft áhrif á framvindu verksins með því að skrá hugtök og hugleiðingar í gestabók. Bókverkið verður gefið út í upplagi að tímabilinu loknu þann 20.ágúst.

Að vinnustofunni lokinni opnaði sýningin Sýna bók þann 20.ágúst og hér má sjá frekari upplýsingar um sýninguna og verkin sem unnin voru í Gryfju.