Are We Studio-9.jpg

 

ÓTRÚLEGA MANNLEG SÝNING

ARE WE STUDIO?

Mistök eru falleg og mistök eru óumræðilega mannleg. Við lítum oft á þau sem vegarkafla á leið til fullkomnunar en hvað gerist ef við fylgjum mistökunum? Ef við hömpum þeim og sveipum þau töfraljóma? Við viljum upphefja vandræðaleika og skoða hvernig við tökumst á við hversdagslegt klúður sem við felum fyrir hvort öðru.

Með sýningunni viljum við bjóða almenningi velkominn inn í allskonar hugarheima og túlka í gegnum hönnun sögur af mistökum sem hafa verið falin inn í myrkum fylgsnum hugans. Við munum leggja áherslu á frásagnir fólks sem eiga það sameiginlegt að hafa farið leynt með og jafnvel skammast sín fyrir. Hugmynd okkar um eigin mistök geta oft leitt til skammar og feimni þegar við miklum þau fyrir okkur í eigin huga. Hins vegar þegar við opnum okkur um eigin mistök komumst við oft að því að aðrir hafa svipaða sögu að segja. Með samtali milli fólks um mistök þróast skömmin oft út í að hlegið sé að atvikinu og berskjöldunin styrkir böndin en á sama tíma eigin persónu. 

Hvers vegna upphefjum við ekki mistökin og höfum húmor fyrir okkur? Hvers vegna lítum við ekki á mistökin sem hluta af vegferð okkar að markmiðinu og tökum þeim fagnandi? Því þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við öll svo ótrúlega mannleg.

Búast má við að sjá vöruhönnun og textílverk samtvinnast við úrlausn á verkinu þar sem það er unnið af fata- og textílhönnuðinum Tönju Levý og vöruhönnuðinum Valdísi Steinarsdóttur, sem saman mynda hönnunarteymið We Are Studio.