ÓLÖF NORDAL


FYGLI / BLIRD
25.02 - 26.03.2023

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningar Ólafar Nordal laugardaginn 25.febrúar kl 16.00 - 18.00.

Sýning Ólafar Nordal í Ásmundarsal ber titilinn Fygli og er innsetning með skúlptúrum, texta og hljóðmynd. Ólöf Nordal hefur lengi unnið með fugla í verkum sínum sem oft eiga rætur í þjóðtrú, ímyndarsköpun og menningu samtímans. Fygli eru skúlptúrar steyptir í brons sem sýna fígúrur í umbreytingu. Formgerð þeirra vísar í umskipti frá gervi manns í gervi fugls, frá hinu efnislega til hins andlega. Fyglin eru af heimi gróteskunnar og þess kynlega, en ýja líka að farfuglum þeim sem fljúga yfir hafið jafnt í formi fugls sem og í mennskri formgerð. Verkið er í samtali við nýtt verk Ólafar sem ber heitið Mannfuglar og er staðsett í garði hjúkrunarheimilisins Móbergs á Selfossi.

Ólöf hefur unnið með menningararfinn, söguna og minni þjóðarinnar í verkum sínum á gagnrýninn og greinandi hátt. Listrannsóknir hennar beinast að sjálfsmynd þjóðar á eftir-nýlendutímum, uppruna og endurspeglun þjóðsagnaminna í samtímanum og brotinu sem spegli inn í fortíðina. Á sýningunni Fygli heldur Ólöf áfram að vinna með þessi minni og skoða samband þeirra við samtímann.

Ólöf Nordal stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk síðan mastersprófi frá Cranbrook Academy of Art, Michigan og MFA frá höggmyndadeild Yale Háskólans í New Haven, BNA. Af einkasýningum hennar og má nefna sýningarnar Corpus dulcis (1998) og Íslenskt dýrasafn (2005) í Gallerí i8; Ropi (2001) í Nýlistasafninu, Hanaegg (2005) og Fyrirmyndir (2010) í Listasafni ASÍ; Musée Islandique (2012) í Listasafni Íslands, geirfugl † pinguinus impennis í Safnahúsinu (2016) og Tilraun um torf (2018). Árið 2019 stóð Listasafn Reykjavíkur fyrir yfirlitssýningu um listferil Ólafar með sýningunum Úngl á Kjarvalsstöðum og úngl-úngl í Ásmundarsafni. Samtímis gaf safnið út yfirlitsrit um feril hennar. Ólöf hefur gert fjölda verka í almannarými og má nefna Geirfugl (1997), sem stendur í Skerjafirðinum, Vituð ér enn - eða hvað? (2002) í Alþingishúsinu, Bollasteinn (2005) á Seltjarnarnesi. Fuglar himinsins (2007), altarisverk í Ísafjarðarkirkju og minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (2007). Árið 2013 var reist umhverfisverkið Þúfa við höfnina í Reykjavík. Nýlega afhjúpuð verk eru Hella Rock (2020) í Portland, Main, Auga (2021) í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Mannfuglar (2022) við hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi. Ólöf Nordal er prófessor í myndlist við Listaháskóla Íslands. https://olofnordal.com/

FYGLI
25.02 - 26.03 2023

We welcome you to the opening of Blird, by Ólöf Nordal on Saturday 25th of February at 16.00 - 18.00

Ólöf Nordal's exhibition, Blird, in Ásmundarsalur is an installation with sculptures, text and sound. Ólöf Nordal has for long worked with bird images in her work which are often rooted in folklore, image building and contemporary culture. Blirds are bronze casts that portray figures in transformation. Their transition suggests morphing from human form to bird form, from the earthly to the spiritual. The Blirds belong to the world of the grotesque and the uncanny, but also refer to migrating birds who fly over the sea in the shape of a bird as well as in human form. The work is in dialogue with Nordal´s latest work Mannfuglar (2022), located in the garden of Móberg nursing home in Selfoss.

In her work Ólöf Nordal deals with Icelandic history and the collective memory of a nation in a critical and analytical way. Her artistic research has been focused on the self-identity of a nation in postcolonial times, the origin and the reflection of national motifs in the present, and the fragment as a mirror into the past. The politics of presentation of animal specimens as well as the fascination with the monstrous are at play in Nordal’s photographs and sculptures.

Ólöf Nordal studied at Iceland School of Arts and Crafts and then completed a master's degree from Cranbrook Academy of Art, Michigan and an MFA from the sculpture department of Yale University in New Haven, USA. Among her solo exhibitions, are Corpus dulcis (1998) and Iceland Specimen Collection (2005) in Gallery i8; Burp (2001) in the Living Art Museum, Cock´s Egg (2005) and Models (2010) in the ASÍ Art Museum; Musée Islandique (2012) in the National Gallery of Iceland, garefowl † pinguinus impennis (2016) in the Safnahús and Experiment on Turf (2018). In 2019, Reykjavík Art Museum hosted a retrospective of Nordal's artistic career with the exhibitions Úngl in Kjarvalsstaðir and úngl-úngl in Ásmundarsafn. At the same time, the museum published a book on her work. Ólöf Nordal has made a number of works in public spaces, like Great Auk (1997), which stands in Skerjafjörður, Would you know yet more (2002) in Alþingi Iceland Parliament, Cupstone (2005) in Seltjarnarnes. Birds of the sky (2007), an altar piece in the church of Ísafjörður and Briet Bjarnhedinsdottir Memorial (2007) in Reykjavik. In 2013, the environmental project Þúfa was built by the harbor in Reykjavík. Recently unveiled works are Hella Rock (2020) in Portland, Main, Eye (2021) in Hamrahlid College and Menbirds (2022) for the nursing home Móberg in Selfoss. Ólöf Nordal is a professor of Fine Art at Iceland University of the Arts.