EYGLÓ HARÐARDÓTTIR

ÞÚ ÁTT LEIK
21.10 – 19.11.


Eygló Harðardóttir tekur yfir öll sýningarrými Ásmundarsalar með sýningunni „Þú átt leik“ dagana 21. október - 19. nóvember. Á sýningunni eru abstraktverk ásamt samnefndu bókverki sem gefið er út í samstarfi við Prent & vini.

Verk sýningarinnar eru máluð og unnin úr handgerðum pappír, kopar, ull og lituðu gleri. Þau eru unnin sem marglaga, lifandi rannsókn - þar sem ferli og umbreyting hafa fengið að dvelja í og með efninu, og þannig hleypt hvoru öðru af stað – í ferlinu, sem má líkja við umbreytingarás. 

Samnefnt bókverk „Þú átt leik“ er til sýnis í Gunnfríðargryfju og má rekja upphaf þess til Varanasi þar sem Eygló sótti listamannadvöl árið 2019–2020. Kjarni bókverksins eru lagskiptir indverskir pappírsstaflar, bundnir saman, unnir úr auðfengnum handunnum pappír, mislitum þráðum og sögulegum litarefnum fengnum í Varanasi. Saman við indverskan efniviðinn hefur sandpappír, flauelspappír, olíu og þurrpastel litum verið bætt við eftir tveggja ára úrvinnslu í Reykjavík. „Þú átt leik“ er stefnumót tveggja gerólíkra staða í tveimur heimsálfum sem saman mynda margskipt og marglaga bókverk, þar sem tími og efni eiga í samtali og umbreytingarferlið á leik. 

Eygló Harðardóttir er fædd í Reykjavík 1964. Á ferlinum hefur hún haldið fjölda sýninga og hlaut hún Íslensku myndlistarverðlaunin 2019 fyrir einkasýninguna „Annað rými” sem haldin var í Nýlistasafninu 2018. Eygló vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstraktskúlptúra, bókverk og verk í almenningsrými. Sköpunarferlið einkennist af rannsóknum og könnun á aðstæðum og efni, þar sem möguleikar og takmarkanir eru kortlagðar og auðkenni þess rannsökuð. Eftir standa verk sem eru afsprengi ferlis þar sem efnið hefur ráðið för. Hún hefur einnig unnið í samstarfi við tónskáld og í ýmsa miðla. Verk hennar eru varðveitt í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Ríkisútvarpinu, WSW NY, Kultuurikauppila í Finnlandi og The Metropolitan Museum NY.

21. 10 | Opnun | 15-17.
8. 11 | Útgáfuhóf „Þú átt leik“ | 17-19.
19.11 | samtal um sýningu | 16-17

Sýningin og útgáfan er styrkt af Myndlistarsjóði.





IT’S YOUR MOVE
21.10 – 19.11.

Eygló Harðardóttir's private exhibition “Its Your Move”  opened on Saturday, October 21. The exhibition features new two- and three-dimensional abstract works as well as her newest artist book “Its Your Move”, which will be published at the same time as the exhibition opening in Gunnfríðargryfja. The book work is traced back to Varanasi, where Eygló stayed during an artist residency in 2019-2020. The core of the book work are layered stacks of Indian paper, bound together, made from easily obtained handmade paper, different coloured threads and ancient dyes obtained in Varanasi. Along with the Indian materials, sandpaper, velvet paper, oil and dry pastels have been added to the work during the two years of creative process in Reykjavík. “Its your move" is the meeting of two very different places on two continents that together form a multi-part and multi-layered work, where time and materials are submerged and the transformative process has its turn.

Eygló Harðardóttir was born in Reykjavík in 1964. Through her career, she has held a number of exhibitions and won the Icelandic Art Prize in 2019 for the solo exhibition "Annað rými" which was exhibited at Nýlistasafn in 2018. Eygló creates two- and three-dimensional abstract sculptures, book works and site specific works. Her creative process is characterised by the research and exploration of various situations and materials, where the possibilities and limitations are mapped, studied and its identity investigated.  The works that come forth are therefor the result of a process in which the material has taken the lead. She has also collaborated with music composers and in other mediums. Her works are preserved in the Icelandic Museum of Art, The Reykjavík Museum of Art, The New Art Museum, The Swedish Broadcasting Corporation, WSW NY, Kultuurikauppila in Finland and The Metropolitan Museum NY.

21.10 | Vernissage | 3-5PM
8.11 | Publishing party | 5-7PM
19.11 | Artist talk | 4-5PM


The exhibition and the publication is supported by The Visual Art Fund.'