Gamlar og nýjar perlur á Skólavörðuholti með Björtum Sveiflum

24. AUG 2019 - 17:00-19:00

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta skólavarðan leit dagsins ljós á Skólavörðuholti undir lok 18. aldar. Nú hafa margir af helstu og áhugaverðustu atburðum úr sögu Skólavörðuholtsins og Ásmundarsalar verið teknir saman í blaðinu Upp í hæstu hæðir þar sem sögunni eru gerð skil á myndrænan og skemmtilegan hátt. Í tilefni af útgáfu blaðsins mun hljómsveitin Bjartar Sveiflur stíga á stokk og spila lifandi tónlist. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð að undanförnu fyrir hressilegar ábreiður af þekktum íslenskum lögum en gaman er að segja frá því að einn af meðlimum hljómsveitarinnar, Loji Höskuldsson er einnig einn af aðstandendum sýningarinnar Varðað sem stendur yfir um þessar mundir í Ásmundarsal. Verið hjartanlega velkomin í Ásmundarsal við Freyjugötu á Menningarnótt.

Sjá nánar á menningarnott.is⟶

 

FYRRI
PAST


Þinn viðburður
Your event

 
.

.

VIÐBURÐIR Í LISTRÆNU UMHVERFI

Ásmundarsalur hefur verið endurgerður að öllu leyti en í húsinu má finna tvö rými sem eru kjörin til þess að halda viðburði eins og veislur, ráðstefnur, fundi,  tónleika o.þ.h.. 

Á efri hæð hússins er sýningarsalur sem hentar vel fyrir veislur, stærri fundi og tónleika. Það sem einkennir þann sal er mikil lofthæð og fallegir bogadregnir gluggar sem eru eitt helsta aðalsmerki hússins.  Á neðri hæðinni er fallega innréttuð setustofa sem hentar vel fyrir minni viðburði eins og fundi, útgáfuhóf og minni kvöldverðarboð.

Ef þú ert að skipuleggja viðburð ekki hika við að hafa samband við okkur í sima 555-0041 eða á netfangið asmundarsalur@asmundarsalur.is 

Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi sýningarsalur í miðbæ Reykjavíkur. Allur ágóði af viðburðum rennur til sýningarhalds í húsinu.

EVENTS IN ARTISTIC ENVIRONMENT

Ásmundarsalur has recently undergoune extensive renovation and is an ideal space for events such as cocktail receptions,  conferences, meetings and concerts.  

For further information please contact us at asmundarsalur@asmundarsalur.is